Hinsegin dagar 2024 - vika full af viðburðum

Hinsegin dagar 2024 - vika full af viðburðum

Hinsegin dagar 2024 eru byrjaðir og að vana kemur þá út tímarit Hinsegin daga með kynningu á dagskrá og viðburðum hátíðarinnar en ekki síður fróðlegar greinar og viðtöl um hinsegin málefni og menningu.

Tímarit ársins 2024 gerir hinsegin sögu og menningu í nútíð og fortíð góð skil, með fróðlegu, fjölbreyttu og skemmtilegu efni. Tímaritið má nálgast hér: Tímarit Hinsegin Daga 2024

Nánari upplýsingar bæði á íslensku og ensku má nálgast á vef Hinsegin daga hinsegindagar.is

Dagskráin er hér: hinsegindagar.is/dagskra Bæði eru fjölbreyttir viðburðir Hinsegin daga og svokallaðir Off Venue viðburðir skipulagðir af öðrum í tilefni hátíðarinnar.

Opnunarhátíðin verður haldin 6. ágúst, og hápunkturinn Gleðigangan verður gengin frá Hallgrímskirkju kl. 14 laugardaginn 10. ágúst, niður að Lækjargötu og að Hljómskálagarðinum þar sem Útihátíð Hinsegin daga tekur við kl. 15.

Hringiða hátíðarhalda Hinsegin daga verður í IÐNÓ alla vikuna, þar sem svokallað PRIDE CENTRE verður starfrækt annað árið í röð. Eins og í fyrra þá mun þar fara fram fjölbreytt flóra viðburða á sviði fræðslu, menningar og skemmtunar. Einnig verður Kaupfélag Hinsegin daga starfrækt í húsinu, ásamt því sem gestir og gangandi geta keypt sér veitingar, sest niður og spjallað um hinseginleikann og baráttuna.

Einnig er gott að fylgjast með Facebook síðu Hinsegin daga: Hinsegin dagar - Reykjavik Pride

Ljósmyndari okkar var að sjálfsögðu á svæðinu og í myndasafninu okkar eru gallerí frá Gleðigöngunni 2023, uppstillingunni fyrir Gleðigögnuna og fleira.

Í myndasafninu okkar hér og á gayice.is eru myndir frá öllum gleðigöngunum allt aftur til 2004.

Tengdar greinar