Fjallabak - Ástarsaga fyrir okkar tíma | Borgarleikhúsið

Fjallabak - Ástarsaga fyrir okkar tíma | Borgarleikhúsið

Eins og Rómeó og Júlía okkar tíma hefur ástarsaga kúrekanna Ennis og Jacks snert við hjörtum áhorfenda um allan heim.

Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee rómaða kvikmynd eftir sögunni.

Hér segir af kúrekunum Ennis og Jack sem hittast fyrir tilviljun þegar þeir vinna við að smala búfé á fjöllum í Bandaríkjunum um miðbik síðustu aldra. Þrátt fyrir gríðarlega fordóma samfélagsins dragast þeir hvor að öðrum og reyna saman að höndla ást og frelsi sem er í fullkominni mótsögn við ofbeldið og erfiðleikana í umhverfi þeirra.

Leikstjórinn Valur Freyr Einarsson fær til liðs við sig tvo af fremstu leikurum Borgarleikhússins í hlutverk Ennis og Jacks auk þess sem lifandi tónlist sýningarinnar er í höndum Guðmundar Péturssonar og Þorsteins Einarssonar. 

Nánari upplýsingar á heimasíðu Borgarleikhússins: https://www.borgarleikhus.is/syningar/fjallabak

Miðar: https://tix.is/event/17859/fjallabak-brokeback-mountain

Tengdar greinar