Hinsegin dagar / Reykjavík Pride 5. til 10. ágúst 2025

Stjórn Hinsegin daga ásamt Sönnu Magdalenu
Hinsegin dagar / Reykjavík Pride 5. til 10. ágúst 2025

Hinsegin dagar snúa aftur með glæsibrag dagana 5. til 10. ágúst 2025, og viðbúið að höfuðborgin fyllist af regnbogalitum og kærleika meðan kraftmikil dagskráin stendur yfir, dagskrá sem höfðar til allra — jafnt hinsegin fólks sem stuðningsfólks þeirra.

Einn af hápunktum hátíðarinnar er auðvitað gleðigangan sjálf, sem fer fram laugardaginn 9. ágúst kl. 14:00. Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður í Hljómskálagarð, þar sem fjölskylduvænn útitónleikar verða haldnir með skemmtikröftum og góðri stemningu.

Í vikunni fram að því verður boðið upp á fjölbreytta viðburði um alla borg, þar á meðal opnunarhátíð, listasýningar, fyrirlestra, dragtónleika, fjölskyldudagskrá og næturlíf sem er engu líkt. Sérstakir viðburðir eins og Youth Pride fyrir ungt fólk og hinsegin viðburðir á börum og menningarstöðum Reykjavíkur tryggja að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

 

Erlendir listamenn koma til landsins svo sem hinn stórbrotni, margverðlaunaði, ástralski og glampandi fjöllistahópur Briefs International sem er í heimsreisu og koma hingað beint frá túr um Bretland. Sýningin Dirty Laundry er suddalega skemmtilegt bland af dragi, boylesk, pólitík og sirkus á heimsmælikvarða.
Miðar hér: https://tix.is/event/19831/briefs-dirty-laundry

 

Einnig má nefna hina stórkostlegu og sprenghlægilegu Fortune Feimster þarf varla að kynna, grínisti, leikkona, uppistandari, icon og svo mætti lengi telja! Fortune er búin að vera á ferðalagi með sýninguna sína Taking Care of Biscuits og nú eru Hinsegin dagar í Reykjavík búin að fá hana til að koma með sýninguna til Íslands! Fortune verður þó ekki ein til þess að láta okkur veltast um af hlátri en drag goðsögnin Lady Bunny mun stíga á stokk ásamt því að vera sérlegur veislustjóri og kynnir. Svo munu Sóley Kristjáns og Sindri Sparkle einnig hita okkur upp og sjá til þess að við byrjum kvöldið með stæl!
Miðar hér: https://tix.is/event/19802/taking-care-of-biscuits

Hátíðin óx hratt og undanfarin ár hefur verið áætlað að hún laði um hundrað þúsund manns að í miðbæ Reykjavíku. Gleðiganga Hinsegin daga / Reykjavík Pride er ekki aðeins fagnaður heldur líka mikilvægur vettvangur fyrir sýnileika, fjölbreytileika og mannréttindi í íslensku samfélagi.

Kynnið ykkur alla dagskránna og takið þátt í viðburðum: hinsegindagar.is

Taktu þátt — klæddu þig í litina, mættu með bros á vör og gleðstu með!

Tengdar greinar