Bangsabingó með Faye Knús og Mr. Reykjavík Bear

Bangsabingó með Faye Knús og Mr. Reykjavík Bear

Bangsafélagið heldur Bangsabingó með Faye Knús og Mr. Reykjavík Bear sjálfum, Jóhann Örn!

Húsið opnar kl. 18:30 og bingóið hefst kl.19:00! Passið að mæta snemma til að ná í drykk og gott sæti!

Grípum bingóspjöldin og missum okkur í bingóstuði með góðum bangsavinum og Bingóstjórunum sem bíða spennt eftir að leika sér að bingó kúlunum okkar!

Spjaldið kostar 1.000 kr. og rennur ágóðinn óskert til bangsamálefna  Félagar í Bangsafélaginu fá eitt auka bingóspjald frítt með fyrsta kaup! Allur ágóði rennur til Bangsasamfélagsins og að hjálpa Herra Reykjavík Bear að kynna okkur á bangsaviðburðum um alla Evrópu.

Heildarvirði vinninga er yfir 400.000 krónur!

Öll eru velkomin, sama hver það er og á meðan pláss leyfir. Við viljum bara hafa gaman saman, svo mættu með vinina í partýið!

Aðalfundur Bangsafélagsins verður haldinn fyrr um daginn eða kl.16:00 í sal Samtakanna ‘78, Suðurgötu 3 og er ætlaður félögum Bangsafélagsins. Hægt er að gerast félagi á staðnum!

Sjáumst í bingó stuði!

 

Nánari upplýsingar á Facebook viðburðinum: www.facebook.com/events/591175997350299

Tengdar greinar