Njósnarinn frá London eða London Spy heitir bresk spennuþáttaröð í fimm hlutum sem RÚV hefur nú hafið sýningar á. Þættirnir fjalla um Danny og Alex sem fella hugi saman þótt þeir séu ólíkir. Danny er glaumgosi og líf hans snýst um næturlíf og nautnir en Alex er hlédrægur og samviskusamur og vinnur í bresku leyniþjónustunni.
Það má horfa á þá þætti sem eru búnir í Sarpinum: http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/njosnarinn-fra-london/20171031