Reykjavík Film Festival - RIFF 2023

Reykjavík Film Festival - RIFF 2023

Nú stendur yfir RIFF kvikmyndahátíðin og þar er ávalt mikið framboð af athyglisverðum kvikmyndum og oftast slæðast með myndir tengdar samkynhneigðum og öðru hinsegin fólki. Ekki eru þær flokkaðar sérstaklega eins og tíðkaðist á tímabili en hér eru nokkrar sem vöktu athygli okkar þegar dagskráin var skoðuð.

 

Rock Hudson: All that Heaven Allowed

Rock Hudson var eitt af átrúnaðargoðum gullaldar Hollywood, en hann fórnaði hluta af sjálfum sér til að geta gefið fólki þær kvikmyndir sem það þráði. Þegar fregnir bárust af því að Hudson væri að deyja úr alnæmi neyddist heimurinn til að horfast í augu við sjúkdóm sem allt of lengi var hundsaður og smánaður.

 

Orlando, My Political Biography / Orlando, ma biographie politique

Franski leikstjórinn Paul B. Preciado kallar saman 26 einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að vera kynsegin eða með óskilgreint kyn. Tilgangurinn er að draga fram Orlandó, titilpersónu skáldsögunnar Orlandó eftir Virginiu Woolf: Ævisaga þar sem söguhetjan skiptir um kyn um miðbik bókarinnar. Sláandi og opinská ádeila á það hvernig kyn fólks hefur orðið að pólitískri umræðu.

 

Queendom

Gena er 21 árs gamall hinsegin listamaður frá smábæ í Rússlandi. Hún klæðist ögrandi og listrænum búningum á götum Moskvu og framkvæmir framandi gjörninga til að mótmæla meðferð á hinsegin fólki í Rússlandi Pútíns. Í blöndu af skáldskap og heimildarmynd dregur leikstjórinn Agniia Galdanova fram innri heim hins þjáða listamanns og skapar einstaka kvikmyndaupplifun.

 

20.000 tegundir býflugna / 20,000 Species of Bees / 20,000 especies de abejas

Hrífandi uppvaxtarsaga stúlku sem kannar kynvitund sína í basknesku býflugnabónda-mæðraveldi, með ótrúlegri frammistöðu yngsta Silfurbjarnar verðlaunahafa sögunnar.

 

Call me by you name

Ástin blómstrar í ítölsku sveitinni á 9. áratugnum á milli hins 17 ára gamla Elio og hins 24 ára Oliver þegar sá síðarnefndi er ráðinn sem aðstoðarmaður föður Elios.

 

Stuttmyndir

 

I Do

Faced with deportation two Russian students in Canada conspire to pose as a gay couple in order to seek asylum. But soon they start developing real feelings for each other.

 

 

Dildotectónica / Dildotectonics

In modern times, Rebeca attempts to create a collection of non-phallic ceramic dildos. During the Inquisition, Josefa finds a dildo that is used in their forbidden love relationship with Maria.