Á opnunarhátíð Hinsegin daga flutti Bubbi lagið Regnbogans stræti og rifjaði upp kynni sín af Magga í Bristol á undan, homma sem varð honum innblástur í þessu lagi.
Hugmyndin um lagið Regnbogastræti kviknaði þegar Bubbi sjá regnbogamálaða götu á Seyðisfirði, regnboga sem var málaður í skjóli myrkurs eitt kvöldið. En innblásturinn var ekki síður Maggi í Bristol. Maður sem Bubba var ungum sagt að forðast því hann væri hommi. Hommi var orð sem var svo dökkt og ljótt í meðferð þeirra fullorðnu á þeim tíma. En Bubbi lét sér ekki segast og kynntist þessum Magga og urðu þeir perluvinir. Það fór þó ekki vel fyrir þessum vini sem á endanum svifti sig lífi eins og svo margir hafa gert í gegnum tíðina.
"Það eru válegir tímar í heiminum. Það eru válegir tímar fyrir samkynhneigða í allt of mörgum löndum. Póllandi, Rússlandi, Úkraínu, Balkan skaganum
Það er sótt að frelsinu og lýðræðinu úr öllum áttum líka hérna heima."
"Þó að lagið heiti Regnbogans stræti, þá segi ég; Regnbogans stræti, lag um sársauka og endurlausn og Magga í Bristol. En þetta lag er auðvitað um okkur öll og það sem skiptir mestu máli, og það er það, að þegar að við kveðjum lífið, þá deyjum við ekki með lygina á vörum og heldur ekki ómálaðan lífs strigann."
Upptaka: Páll Guðjónsson