"Geir sýnir hér tuttugu ljósmyndir undir nafninu Regnbogalíf. Geir Víðir Ragnarsson fæddist 31. desember 1960 í Reykjavík. Hann er sonur Ragnars Aðalsteinssonar, hæstaréttalögmanns og Önnu Hatlemark, ljósmyndara. Anna Hatlemark nam ljósmyndun og fékk Geir ljósmyndaástríðuna frá henni. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Aalborg Uniiversitet 1988 og hlaut þjálfun í fjarskiptatækni í Svíþjóð, Finnlandi og Bretlandi. Hann starfaði við uppbyggingu og rekstur símstöðva og tengdra kerfa hjá Landssíma Íslands og var yfirmaður kerfistæknideildarinnar þar frá 1997, þar til hann hóf störf hjá Íslandssíma/Vodafone. Myndirnar á sýningunni eru prentaðar hjá Hans Petersen á bæði ál og striga. "
Sýningin stendur yfir 12. til 26. apríl og eru opnunartímar auglýstir á Facebook viðburðinum enda aðeins opið út í Gróttu þegar er fjara.
Einnig má skoða myndir hans á Pbase þar sem hann er með yfir 6000 myndir í 77 galleríum. Þar eru meðal annars myndir frá Gleðigöngu Hinsegindaga, eða Gay Pride eins og það var nefnt upphaflega nú Reykjavík Pride, 2004 til 2012. Einnig frá hátíðarhöldum 2006 þegar ný lög tóku gildi sem gerði fjölskyldurétt jafnan að öllu leyti án tillits til kynhneigðar auk fjölda mynda frá öðrum viðburðum.
Titilmyndin sýnir Geir sjálfan á sundi og hér eru nokkrar til viðbótar sem eru á viðburðinum.