Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði Opnunarhátíð Hinsegin daga 2018. Hann byrjaði á því að segja: „Ég er glaður að vera hér í kvöld. Hinsegin dagar eiga að vera gleði dagar. Við eigum að gleðjast yfir fjölbreytni og frelsi. Og við eigum að gleðjast yfir því að í ár fagna Samtökin ´78 fjörutíu ára afmæli.“
Forseti Íslands er verndari Samtakanna ’78 og notaði tækifærið og vitnaði í fyrstu stefnuyfirlýsingu Samtakanna ’78 og bætti síðan við að hann sæi það sem sitt hlutverk sem þjóðarleiðtoga að tileinka sér boðskap þessara orða:
„Þekkingin er eign samfélagsins alls. Hún leysir úr fjötrum fáfræði og hindurvitna. Hún þokar vanþekkingunni brott svo að hún á ekki afturkvæmt, því að af þekkingu leiðir skilning. Á öllum sviðum þjóðlífsins ríkja bábyljur og hleypidómar, skapa það og móta, uns þekkingin berst. Aldrei hefur hún borist viðstöðulaust, hún krefst athafna og atorku þeirra er yfir henni búa og geta miðlað henni.“
Hlustið á alla ræðu Forsetans hér: