Tveir menn eiga stefnumót í Kópavogi.
Allt getur gerst .....og ýmislegt gerist.
Gyllt skordýr og forarengill, - lindargull og eldfluga.
Kabarett..... og ljóshafið, yndi næturinnar.
Ástarsaga aldanna, torfærur og dans.
Mörk og markaleysi.
Siðferðileg mörk, líkamleg mörk og handboltamörk
......og hvað með það.
Lab Loki sýnir nýtt íslenskt sviðslistaverk: “…..og hvað með það?”
Þetta er samsköpunarverkefni, samið af Rúnari Guðbrandssyni, Árna Pétri Guðjónssyni og Sigurði Edgar Andersen. Rúnar leikstýrir, - Árni Pétur og Sigurður Edgar flytja verkið.
Arnar Ingvarsson sér um ljós og hljóð.
Miðar á tix.is: tix.is/is/event/17070/-og-hva-me-a-/
Verkið er sýnt í Leikhúsinu að Funalind 2
Rætt við leikara og leikstjóra
Rauða borðið á Samstöðunni ræddi við þá Rúnar Guðbrandsson leikstjóra og leikarana Árna Pétur Guðjónsson og Sigurð Edgar Andersen um verkið …..og hvað með það? „Þetta er verk um homma, ofbeldi og ást. Og við ræðum þetta allt við þá félaga.“