Glæpurinn gegn náttúrulegu eðli - Ólympíusögur - RÚV

Glæpurinn gegn náttúrulegu eðli - Ólympíusögur - RÚV

 

Í hlaðvarpinu Ólympíusögum í umsjón Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar eru sagðar átta sögur tengdar Sumarólympíuleikum. Í fjórða þætti er sögð saga íslensks glímukappa og glæpsins gegn náttúrulegu eðli.

Þáttinn má hlusta á bæði á vef RÚV og á Spotify. Glímukappi eini Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir mök við aðra karlmenn

 Á myndinni fyrir ofan sést Guðmundur 22 ára. Hann ólst upp í sárri fátækt. – Mynd: Pétur Brynjólfsson

 

Í kynningartexta með þættinum segir eftirfarandi:

 

Glímukappi eini Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir mök við aðra karlmenn 

Guðmundur Sigurjónsson Hofdal kom við sögu á þrennum Ólympíuleikum á 40 ára tímabili. Hann var meðal annars í hópi fyrstu íslensku Ólympíufaranna, var mikill frumkvöðull í íslenskri íþróttahreyfingu og vann þar gott starf. En saga Guðmundar er líka sorgarsaga því hann er eini maðurinn sem dæmdur hefur verið til fangelsisvistar á Íslandi fyrir kynmök við aðra karlmenn.

Var í hópi fyrstu Íslendinga á ÓL og þjálfaði svo kanadískt lið

Guðmundur fæddist 15. apríl 1886 á Litlu-Strönd við Mývatn, yngstur sex bræðra. „Það glímdu ef svo má segja allir menn í Mývatnssveit á þeim tíma,“ segir Jón M. Ívarsson sagnfræðingur og fyrrverandi formaður Glímusambands Íslands. „Hann var ekki fjölskyldumaður og allur hans frítími fór í félagsmál og glímu.“

Á Ólympíuleikunum 1908 fór Guðmundur í hópi Íslendinga til að sýna íslenska glímu. Hann átti mikinn þátt í stofnun ÍSÍ 1912 og þjálfaði kanadíska liðið Winnipeg Falcons sem varð Ólympíumeistari í íshokkí 1920. Margir í liðinu voru af íslenskum ættum.

 

Þefaði uppi bruggara fyrir hönd Góðtemplara við litlar vinsældir

Guðmundur bjó lengst af í Reykjavík og starfaði sem „þefari“ við litlar vinsældir. En svo urðu straumhvörf.

„Veturinn 1923-24 er Guðmundur kærður til lögreglu fyrir illa meðferð á vistmönnum á Litla-Kleppi en líka, og til vara, fyrir að hafa átt kynmök við aðra karlmenn. Fyrstu heildstæðu íslensku refsilögin höfðu verið sett 1869 og þar er ákvæði eitt að danskri og þýskri fyrirmynd sem hljóðaði svo: Samræði gegn náttúrulegu eðli varðar betrunarhússvist. Síðan er það ekki skýrt frekar,“ segir Þorvaldur Kristinsson, kynjafræðingur.

 

Hér má heyra framhaldið og sögu Guðmundar á Spotify.