Á þessum vef er áherslan á samkynhneigð og tvíkynhneigð en hugtakið hinsegin nær yfir fleiri hópa.
Til er nokkur hópur lesbía og homma sem ekki vilja kalla sig hinsegin og telja hugtakið ekki vera það regnhlífarhugtak sem margir aðrir telja að það sé; að hugtakið hafi í raun pólitíska merkingu sem þau vilja ekki tengjast af ýmsum og mismunandi ástæðum.
Ásta Kristín Benediktsdóttir fræðikona hefur fjallað um hugtakið hinsegin í tveimur greinum. Í seinni greininni kemur fram að Ásta vill einnig fjarlægja tenginguna milli samkynhneigðar og hugtaksins en af öðrum ástæðum þó. Hún vill auka sýnileika þeirra hópa sem hafa tekið það upp í seinni tíð. Hægt er að lesa umfjöllun Ástu Kristínar í fyrri hluta og í seinni hluta.
Um hugtakið virðast því vera nokkuð skiptar skoðanir.
Hér á vefnum er ekki tekin sérstök afstaða til þessara sjónarmiða. Við notum hugtakið hinsegin því margt í lífi lesbía, homma og tvíkynhneigðra gerist undir merkjum þess.