Eru til mörg kyn eða eru þau einungis tvö?
Á þessum vef er fjallað um tvö kyn, karlkyn og kvenkyn og er þá átt við líffræðileg kyn. Tilurð þessara kynja eru útskýrðir á Vísindavefnum í greininni "Hvað ræður kyni barns?". Á öðrum vefsíðum er fjallað um fleiri kyn en þau eru líklega yfirleitt félagsleg (gender) frekar en líffræðileg kyn (biological sex). Íslenska orðið kyn virðist í dag bæði merkja líffræðilegt og félagslegt kyn og hefur það líklega valdið einhverjum ruglingi. Betur er fjallað um margbreytileika kynja á vefsíðu áttavitans.