Rökkur - Ný íslensk hryllingsmynd

Rökkur - Ný íslensk hryllingsmynd Rökkur - Ný íslensk hryllingsmynd
Watch the video

Rökkur - Ný íslensk hryllingsmynd

RÖKKUR var frumsýnd á Íslandi 27. október, 2017. Það er sjaldgæft í íslenskum myndum að fjallað sé um sambönd samkynhneigðra karla á alvarlegum nótum, en það er nokkuð sem var reynt að gera í Rökkri.

Lýsing:
Gunnar fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér … þeir eru ekki einir.

Handrit og leikstjórn: Erlingur Óttar Thoroddsen

Aðalhlutverk: Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Jóhann Kristófer Stefánsson og Anna Eva Steindórsdóttir.