At Last - Ingileif

At Last - Ingileif

Laganeminn og fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir stígur í dag sín fyrstu skref í tónlistarbransanum með útgáfu nýs lags og myndbands. Lagið heitir At Last og er framleitt af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni úr StopWaitGo.

„Lagið fjallar um mína vegferð frá því að halda að ég væri tilfinningalaus yfir í að koma út út skápnum og átta mig á því að ég var bara alls ekki tilfinningalaus,“ sagði Ingileif í samtali við Vísi.

„Ég hef verið að vinna í fjölmiðlum undanfarin 4 ár og verið í laganámi meðfram því þannig að ég var einhvern veginn ekki alveg að fara að gefa út tónlist en svo gerðist þetta óvart.“

„Ég var í sturtu síðasta vor þegar ég fór að raula það og Maríu unnustu minni fannst melódían strax catchy og hvatti mig til að gera eitthvað meira við hana. Ég ákvað að gamni að semja texta og tók svo lagið upp á símann minn.“

„Ég held að þetta hafi komið mjög mörgum á óvart. Ég hef verið að syngja í laumi og þeir sem þekkja mig vita að ég hef sungið lengi en þetta er fyrsta lagið sem ég sem.“

Ingileif var með ákveðna hugmynd um myndband sem myndi tóna við lagið þar sem lesbísk pör horfast í augu, hlæja og kyssast.

Birta Rán Björgvinsdóttir leikstýrði myndbandinu og Arnar Stein Einarsson tók myndbandið upp.

„Ástin er allskonar og í mínu tilviki er hún svona og mig langaði að það myndi skína í gegn í myndbandinu. Svo plataði ég unnustu mína til að vera með í lokaskotinu svo það rammar þetta aldeilis inn,“ sagði Ingileif í viðtali við Sigga Gunnars á K100.

 

At last

Höfundur: Ingileif

Framleiðandi: StopWaitGo

Grafísk hönnun: Rakel Tomas

Myndband: Birta Rán & Arnar Steinn Einarsson

Pörin í myndbandinu:

  • Elísabet Blöndal & Eva Jenný Þorsteinsdóttir
  • Lára Rut Sigurðardóttir & Embla Hallfríðardóttir
  • Emilía Valdimarsdóttir & Hrafnhildur Skúladóttir
  • Ragnhildur Ásta Þorvarðardóttir & Þórunn Guðjónsdóttir
  • Ásthildur Gunnlaugsdóttir & Helga Birna Guðmundsdóttir
  • Ingileif Friðriksdóttir & María Rut Kristinsdóttir

Hér má einnig horfa á viðtal Sigga Gunnars á K100 við Ingileif:  Samdi lagið í sturtunni