Stonewall: Barinn sem hratt af stað byltingu

Stonewall: Barinn sem hratt af stað byltingu

Vera Illugadóttir dagskrárgerðarmaður fjallaði um atburð sem markaði vatnaskil í réttindabaráttu samkynhneigðra og hinsegin fólks í Bandaríkjunum og á heimsvísu í þærrinum Í ljósi sögunnar - Stonewall sem fluttur var á Rás 1 5. ágúst 2016. Atburðarásin er rakin þegar gestir á Stonewall Inn, næturklúbbi fyrir homma og hinsegin fólk í Greenwich Village í New York risu upp gegn lögreglumönnum sem ætluðu að loka staðnum, sumarið 1969.

„Okkur fannst öllum eins og nú væri ekki aftur snúið. Þetta var síðasta hálmstráið.“ Svona lýsti samkynhneigður bandarískur tryggingasölumaður að nafni Michael Fader aðfaranótt laugardagsins 28. júní 1969, þegar lögreglumenn réðust inn á hommabarinn Stonewall Inn í New York. Reiðir bargestir risu upp gegn lögreglunni. Óeirðir brutust út, sem mörkuðu vatnaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks, í Bandaríkjunum og um heim allan.

Samkynhneigðir og hinsegin fólk ofsótt

Það var ekki tekið út með sældinni að vera samkynhneigður eða hinsegin í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum.

Lög sem snertu samkynhneigð höfðu einungis orðið harðneskjulegri á árunum eftir stríðslok og voru þarna orðin strangari en í Sovétríkjunum og á Kúbu.

Fólki var miskunnarlaust vikið úr starfi og jafnvel fangelsað fyrir grun um samkynhneigð og í augum hluta bandarísks almennings voru hommar og lesbíur eintómir barnaníðingar og kommúnistar.

Hlustið á allan þáttinn í spilaranum hér á vef RÚV: Stonewall: Barinn sem hratt af stað byltingu.

Nýlegar greinar