Hvernig er að vera lesbía?

Hvernig er að vera lesbía?

Hvernig er að vera lesbía? Hvernig er að eignast barn inn í hinsegin fjölskyldu? Hvar eru hinsegin konur í gegnum söguna? María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir kíktu í heimsókn í nýjasta þætti Kona er nefnd. Þær ræddu þar meðal annars hvernig er að vera lesbía, hvernig er að eignast barn inn í hinsegin fjölskyldu og hvar hinsegin konur séu í gegnum söguna.

„Konur eru nefndar María og Ingileif. Þær hjónur eru gestir okkar í nýjasta þætti Kona er nefnd og ræðum við þar allt um hinsegin veruleika íslenskra kvenna, þá og nú. María og Ingileif hafa verið fremst í baráttunni gegn fordómum undanfarin ár og halda úti fræðslu í gegnum Hinseginleikann, bæði á samfélagsmiðlum, í sjónvarpi og hlaðvarpi.“

Kona er nefnd - Hlaðvarp um merkilegar konur

Hlaðvarpið Kona er nefnd byrjaði sumarið 2019 og er stofnað af tveimur vinkonum og femínístum - Tinnu Haraldsdóttur og Silju Björk Björnsdóttur. Markmið hlaðvarpsins er bæði að kynnast og kynna merkilegar konur í sögunni, þá og nú, frá ýmsum sjónarhornum, í allskonar aðstæðum, mismunandi störfum og með einstakar sögur.

Mynd: Nútíminn