Góða ferð inn í gömul sár

Góða ferð inn í gömul sár

Fyrr á árinu var flutt í Borgarleikhúsinu verkið Góða ferð inn í gömul sár. Upplifunarleikverk í tveimur hlutum þar sem fyrri hlutinn var hljóðverk þar sem rætt var við fólk sem upplifði HIV faraldurinn undir lok síðustu aldar. Þann hluta áttu leikhúsgestir að hlusta á einir heima hjá sér, spariklæddir og setja sig í stellingar fyrir seinni hlutann þar sem stigið var inn á skemmtistað í nútímanum og ýmsir fulltrúar minnihlutahópa komu fram með sínar reynslusögur eða komu fram með söng, dans og drag atriðum. Nútíminn og fortíðin voru tengd saman með millikafla í anddyri Borgarleikhússins áður en farið var inn í sal eins og leikstjórinn Eva Rún Snorradóttir lýsir í viðtali í Víðsjá á Rás 1. Þar komu fram fulltrúar frá HIV-Ísland og fjölluðu um þessi upphafsár en þess má geta að nú eru 40 ár frá því að HIV greinist í fyrsta skipti á Íslandi.

Nú eru viðtölin úr þessum fyrri hluta líka aðgengileg á Rás 1 í þætti þar sem rætt er við fólk sem upplifði HIV faraldurinn undir lok síðustu aldar.

Viðmælendur: Ingi Þór Jónsson, Böðvar Björnsson, Hildur Helgadóttir, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Ásta Kristín Benediktsdóttir.

Rás 1 - Góða ferð inn í gömul sár