LOKI heldur TOPS OFF party á Gauknum

LOKI heldur TOPS OFF party á Gauknum

LOKI- félagsskapur hinsegin karla og kvára er félagsskapur sem skipuleggur af og til viðburði og nú ætlar Loki að slá í Top off partý á Gauknum. Top off party hafa verið haldin árlega frá 2005 af Bears on Ice og Reykjavík Bears með fjölda erlendra gesta þeirra hátíða og verður gaman að sjá hvernig tekst til.

Kynningartexti LOKA:

Það sem beðið hefur verið eftir.. Við ætlum að henda í eitt Tops off eða bara hvað sem þú vilt off á Gauknum lau. 17. feb.

Hvernig áttu að klæða þig?

Tjáðu þig! Hvort sem það er "over the top" eða djarft, bara það sem þér líður best með og þér finnst kynæsandi. Við mælum með sem minnstu en undir þér komið 😉

Sölubás frá Losta (losti.is) verður á staðnum í byrjun kvölds þar sem hægt verður að gera góð kaup á unaðsvörum. Það væri svo varla hægt að tala um LOKA viðburð án hinnar mögnuðu

Faye Knús sem ætlar að tryggja rétt "vibe"!!

Litlar 1.500 kr. inn - Miðar aðeins seldir í hurð. ATH. 20 ára aldurstakmark.

Gaukurinn er því miður ekki aðgengilegur hjólastólum.

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/1802361703569718

Nýlegar greinar