1. des. 2017. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir um HIV

1. des. 2017. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir um HIV 1. des. 2017. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir um HIV
Watch the video

1. des. 2017. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir um HIV

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir opnaði málþingið með því að fara yfir sögu HIV bæði á alþjóðavettvang og á Íslandi frá því HIV greindist fyrst og fram að stöðunni í dag.

Upptaka frá málstofu HIV Ísland sem haldin var á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. des. 2017.

Fyrir neðan eru nokkrir punktar úr erindinu


Alþjóðlegi Alnæmisdagurinn er haldinn ár hvert fyrsta desember til að minna á tilvist þessa sjúkdóms, minnast þeirra sem hafa látist af honum og ekki sýst til að styðja við þá sem lifa með sjúkdóminn í dag. Þannig að þetta er bæði sorgardagur en ekki síður gleðidagur því það er sannarlega ástæða til að gleðjast yfir þeim mikla árangri sem hefur náðst á undanförnum árum í meðferð HIV þó ekki sé enn búið að finna lækningu eða bóluefni.

Síðan 1981 þegar sjúkdómurinn greindist hafa um 70 milljónir manns greinst með HIV á heimsvísu og helmingur þeirra látist þannig að þetta hefur verið gríðarlegur faraldur. Frá 1983 þegar sjúkdómurinn greindist fyrst á Íslandi hafa um 380 einstaklingar greinst og um 40 látist og í dag er talið að um 230 einstaklingar lifi hér á landi með þennan sjúkdóm og langflestir þeirra eru á meðferð.

Á síðasta ári greindust 27 einstaklingar með HIV sem var mesti fjöldi á einu ári og því miður stefnir í svipaða niðurstöðu á þessu ári. Við erum líka að sjá fjöldun á öðrum sjúkdómum eins og lekanda og sárasótt. Á síðasta ári greindust fleiri en lengi hefur sést með AIDS eða fimm og þrír með langt gengið HIV. Þarna þarf að gera betur og reyna að greina þennan sjúkdóm fyrr með prófum.

Heilbrigðisráðherra setti á fót hóp fyrr á þessu ári til að stemma stigu við aukningu kynsjúkdóma. Hópurinn hefur starfað ötullega og eru tilbúnar tillögur sem verða afhentar nýjum heilbrigðisráðherra. Þær eru bæði að auka aðgengi að skimunarprófum eins og HIV Ísland hefur bent á í gegnum árin. Standa betur að skipulegri skimun og greiningarprófum hjá fólki sem er í áhættu fyrir þennan sjúkdóm. Auka fræðslu í samfélaginu um kynsjúkdóma almennt og reyna að auka vitund almennings og allra um ábyrga kynhegðun og ábyrgt kynlíf. Það er að nota smokkinn eins mikið eins og hægt er því það er samnefnari með öllum þessum kynsjúkdómum að fólk er ekki að stunda ábyrgt kynlíf og þess vegna sjáum við þessa aukningu því miður.