Hvað eru til margar kynhneigðir?

Á þessum vef er fyrst og fremst fjallað um tvær kynhneigðir; samkynhneigð og tvíkynhneigð. Þriðja kynhneigðin, gagnkynhneigð, er stundum nefnd hér á vefnum til samanburðar en til eru fleiri kynhneigðir og fer þeim mögulega fjölgandi. Til eru fróðlegir vefir sem fjalla um fleiri kynhneigðir og má til dæmis nefna áttavitann sem segir frá fjölmörgum kynhneigðum.