RIFF kvikmyndahátíðin

RIFF kvikmyndahátíðin

Nú stendur yfir kvikmyndahátíðin RIFF og þar er ávalt mikið framboð af athyglisverðum kvikmyndum og oftast slæðast með myndir tengdar samkynhneigðum og öðru hinsegin fólki.

Reyndar kemur aðeins ein mynd upp þegar dagskráin á RIFF.is er skoðuð og síað með því að velja Genre: LGBTQ+, heimildarmyndin Uppreisnarlessur eða Rebel Dykes. En það eru fleiri myndir sem tengjast samkynhneigðum og öðru hinsegin fólki og hér eru nokkrar þeirra. Margar þessara mynda er hægt að horfa á heima hjá sér meðan hátíðin stendur yfir sem kemur sér vel fyrir þá sem ekki eru í Reykjavík eða eiga heimangengt á sýningartímunum.

 

Uppreisnarlessur / Rebel Dykes

Hvað gerðist þegar pönkið og femínismi mættust? Lesbíugengi, sem var áberandi í uppþotunum í Lundúnum á níunda áratugnum, vill segja þér frá því!

What happened when punk collided with feminism? A gang of lesbians, prominent in the riots of London in the 1980s, want to tell you!

 

Frelsið mikla / Great Freedom

Í Þýskalandi eftirstríðsáranna situr Hans ítrekað bak við lás og slá sökum kynhneigðar sinnar. Honum býður við klefafélaganum, dæmdum morðingja, en með tímanum takast með þeim ástir.

In postwar Germany, Hans is imprisoned time and again for being homosexual. At first he is repulsed by his long time cellmate, Viktor, a convicted murderer. Soon their relationship changes to something much warmer.

 

Benedetta

Ítalía sautjándu aldar. Sjáandi nunna á í ástarsambandi við starfssystur sína sem hefur verið falið að aðstoða hana. Kynferðislegir þræðir myndarinnar þóttu helgispjöll af ákveðnum hópi áhorfenda á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

In 17th-century Italy, a nun who suffers from religious visions develops a romantic love affair with the woman tasked with assisting her. The film’s sapphic eroticism was seen as sacrilegious by sections at Cannes Film Festival.

 

Veisla / Feast

Árið 2007 komst svonefnt Groningen HIV-mál í hámæli í hollenskum fjölmiðlum, þar sem þrír menn smituðu aðra karlmenn vísvitandi af HIV. Í myndinni taka sakamenn og þolendur þátt í dramatískri sviðsetningu atburðanna.

Based on the infamous Groningen HIV case, in which three men drugged and infected other men with their own HIV-infected blood, the film involves the perpetrators and their victims in a dramatic reconstruction of the events.

 

Flee / Flótti

Sönn saga Amins, sem kom aleinn til Danmerkur frá Afganistan á táningsaldri. Hann og kærastinn eru í þann mund að giftast er hann finnur sig knúinn til að segja frá gömlu leyndarmáli.

The true story of Amin, who came from Afghanistan to Denmark as an unaccompanied minor. On the verge of marrying his boyfriend, he is compelled to reveal an old secret.

 

Gabi frá átta til þrettán ára aldurs  / Gabi, between ages 8 and 13

Yfir fimm ára tímabil er aðalpersónunni Gabi fylgt eftir í sjálfsmyndarumleitun í kynjuðu samfélagi í sænskum smábæ.

In a strictly gendered society, Gabi just wants to be Gabi. We follow Gabi‘s search and struggle for identity and belonging through the pre-teen years.

 

Marlon Brando - stuttmynd

Stjúpsystkini eru bæði komin út úr skápnum og styðja hvort annað í blíðu og stríðu. Framtíðaráform gætu þó sent þau í sitthvora áttina.

Step-Siblings have both come out of the closet and found support in each other, but future plans threaten their bond.

 

BDSM kynning / BDSM introduction – KINBAKU + PASSION screening

Myndirnar Kinbaku – Bindingalist og Passion – Ástríða fjalla báðar um BDSM á misjafnan máta og því verður boðið upp á BDSM kynningarnámskeið eftir sýninguna þar sem báðar myndirnar verða sýndar í samstarfi við Reykjavík Ropes. Tilvalið fyrir þá sem vilja fræðast meira um þessa menningarkima eða stíga út fyrir þægindarammann.

 

Kinbaku – Bindingalist

Reipi og hold mætast í stúdíu á japanskri gerð bindinga og er kafað í andlega og listræna tengingu fólks sem stundar þessa 500 ára gömlu hefð.

Rope meets flesh in this study of the Japanese style of bondage, which explores the spiritual and artistic connection between the people who practice the 500-year-old tradition.

 

Passion – Ástríða

Að loknu skaðlegu sambandi, fer kvikmyndagerðarkonan Maja Borg á einkar persónulega og myrka reisu þar sem hún kannar skurðpunkt helgisiða innan BDSM og kristni.

After leaving a toxic relationship, filmmaker Maja Borg embarks on a dark and deeply personal journey of healing as she explores intersections between the ritual worlds of BDSM and Christianity.

 

* kynningartextar frá RIFF.is