Forget-Me-Nots í Gaflaraleikhúsinu

Forget-Me-Nots í Gaflaraleikhúsinu

Í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði sýnir íslensk-breski leikhópurinn Rokkur Friggjar nýtt verk. Verkið heitir Forget-Me-Nots eða Gleym-mér-Eyjar og gerist í Hvalfirðinum árið 1940.

Siggi og Gréta ólust upp saman. Þau spiluðu fótbolta saman, þau fóru á böll saman og þegar herinn kom, fóru þau að vinna í bröggunum saman.

Svo kom Thomas.

Bæði Siggi og Gréta hrifust af myndarlega breska dátanum, en Siggi og Thomas áttu saman leyndarmál sem gæti breytt öllu.

Leikritið er ástandssaga frá nýju sjónarhorni og sýnir ástarsamband milli tveggja karlmanna. Þessi hlið ástandsins hefur fengið litla sem enga umfjöllun og vildi hópurinn breyta því.

Sýningin er samstarfsverkefni íslenskra og enskra listamanna og fer því fram á ensku.

Mynd af æfingu - babl.is
Mynd af æfingu - babl.is

„Verkið gerist í Hvalfirði um 1940 þegar breski herinn er að nema land og ég leik þar strákinn Sigga. Hún Halla Sigríður leikkona leikur mína bestu vinkonu sem heitir Gréta. Siggi og Gréta eru alin upp þarna saman og hún ber einhverjar tilfinningar til hans, en svo kynnumst við bæði honum Thomasi, sem er breskur hermaður. Við Thomas eigum svo í ástarsambandi sem við neyðumst til að fela,“ segir Fannar Arnarsson einn aðalleikari verksins í samtali við Fréttablaðið.

Mynd af æfingu - babl.is
Mynd af æfingu - babl.is

Kveikjan að sýningunni er afi leikstjórans sem ólst upp í Hvalfirði þegar atburðirnir áttu sér stað, en höfundur og leikstjóri verksins er Anna Íris Pétursdóttir.

„Á þessum tíma var þetta kannski ekki ólöglegt en ef slík atvik komu upp þá gátu allir fríað sig allri ábyrgð. Ef samkynhneigður hermaður bað um hjálp þá mátti hundsa það. Þetta er svona partur af „ástandinu“ sem kannski fólk hefur ekki heyrt um áður. Það var auðvitað alveg þannig að karlarnir klæddu sig upp, eins og konurnar, til að kíkja á braggana og á böll til að skoða þessa nýju karla sem komu frá Bretlandi,“ segir Fannar.

Sýningin er samstarfsverkefni íslenskra og enskra listamanna og fer því fram á ensku. Hægt er að kynna sér leikhópinn hér á Facebook-síðu þeirra og viðburðinn sjálfan hér.

Hér eru svipmyndir af æfingum undir tónlist sem Viktor Ingi Guðmundsson samdi fyrir sýninguna.

Sara Líf Magnúsdóttir listrænn stjórnandi sýningarinnar ræddi um sýninguna í Mannlega þættinum á Rás 1.

„Auðvitað eru samkynhneigðir strákar á þessum tíma líka, þeir urðu ekki til allt í einu árið 1990. Þannig að það er þessi hlið, það hljóta að hafa verið strákar sem hafa séð alla þessu myndarlegu hermenn koma til landsins, sem boðuðu eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Sara Líf Magnúsdóttir listrænn stjórnandi sýningarinnar.

Þessi hlið ástandsins hefur fengið litla sem enga umfjöllun, og hefur leikhópurinn lagt sig fram um að gera sína eigin rannsóknarvinnu meðfram æfingum. Í gegnum þá vinnu  komust þau í samband við fulltrúa frá breska hernum, en herinn hefur sýnt verkinu mikinn áhuga og bauð þeim að koma á Edinborgarhátíðina á sínum vegum.

Sýningin hefur þegar vakið mikla athygli á Bretlandseyjum þar sem hópnum hefur einnig verið boðið að sýna í hinu sögufræga Charterhouse, í eina hásætissalnum utan Westminster í London. Þar sýna þau fyrir bræðraregluna sem í húsinu býr.

Fleiri svipmyndir af æfingum:

Sjá nánari umfjöllun:

https://www.facebook.com/events/621589674873260/

https://www.facebook.com/rokkurfriggjar/

https://www.facebook.com/events/621589674873260/

http://www.ruv.is/frett/thad-matti-ekki-raeda-thetta

https://www.frettabladid.is/lifid/astandi-snt-i-nju-ljosi

https://www.babl.is/draumur-a-vera-me-dta/2018/6/13/draumur-a-vera-me-dta

https://www.youtube.com/watch?v=BbZhi5j1UEE

 

Kvikmyndir og sjónvarp

Fleiri greinar

Dramatísk þáttaröð frá HBO um fjölbreyttan hóp...

Tónlistarmyndbönd

Fleiri greinar

Drag

Fleiri greinar